KSÍ var áður búið að gefa út að Ísland myndi mæta Ítalíu og var stefnt að því að leika tvo leiki í landsleikjaglugganum.

Nú hefur verið staðfest að báðir leikirnir verða gegn Ítölum go fara þeir fram í Coverciano þar sem ítölsku landsliðin eru með æfingarbúðir.

Þetta verður fyrsta verkefni liðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar sem tók við liðinu fyrr í vetur.

Íslenska liðið mun leika án fyrirliða síns, Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, í þessum leik en hún er að glíma við miðsli í hásin. Þetta verður fyrstu leikir Þorsteins H. Halldórssonar við stjórnvölina hjá Íslandi.

Þrír nýliðar eru í leikmannahópnum sem fer til Ítalíu. Það eru Telma Ívarsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Karítas Tómasdóttir sem allar leika með Breiðabliki.

Leikirnir

Ítalía - Ísland 10. apríl kl. 14:00

Ítalía - Ísland 13. apríl kl. 14:00

Hópurinn sem fer til Ítalíu er þannig skipaður:

Markverðir:

Sandra Sigurðardóttir | Valur | 34 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Örebro | 1 leikur

Telma Ívarsdóttir | Breiðablik

Varnarmenn:

Hafrún Rakel Halldórsdóttir | Breiðablik

Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir

Anna Björk Kristjánsdóttir | Le Havre | 43 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 89 leikir, 6 mörk

Guðrún Arnardóttir | Djurgarden | 8 leikir

Guðný Árnadóttir | Napoli | 8 leikir

Hallbera Guðný Gísladóttir | AIK | 117 leikir, 3 mörk

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik | 2 leikir

Miðjumenn:

Karitas Tómasdóttir | Breiðablik

Andrea Rán Hauksdóttir | Le Havre | 10 leikir, 2 mörk

Dagný Brynjarsdóttir | West Ham | 90 leikir, 29 mörk

Berglind Rós Ágústsdóttir | Örebro | 1 leikur

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Orlando Pride | 76 leikir, 10 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir | Eintracht Frankfurt | 10 leikir, 2 mörk

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Bayern Munich | 4 leikir, 1 mark

Sóknarmenn:

Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 48 leikir, 6 mörk

Elín Metta Jensen | Valur | 54 leikir, 16 mörk

Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 33 leikir, 2 mörk

Sveindís Jane Jónsdóttir | Kristianstad | 5 leikir, 2 mörk

Hlín Eiríksdóttir | Pitea IF | 18 leikir, 3 mörk