Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna næsta sumar og fer leikurinn fram á akedemíuvelli Manchester City sem tekur sjö þúsund manns í sæti.

Dregið var í dag í riðlakeppnina þar sem Ísland endaði í D-riðli með Frakklandi, Belgíu og Ítalíu.

Ísland leikur einn leik á Manchester City Academy Stadium sem var opnaður árið 2014 og tekur sjö þúsund manns í sæti.

Leikir Íslands gegn Ítalíu og Frakklandi fara fram á New York vellinum, níu ára gömlum velli Rotherham United sem tekur 12 þúsund í sæti.