Bart Scott, fyrrum varnarmaður í NFL-deildinni, hafði orð á því að Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills ætti að taka inn stinningarlyfið Viagra til þess að koma í veg fyrir að vetrarkuldinn í Buffalo hefði áhrif á frammistöðu hans.

Hinn 25 ára gamli Allen átti stóran þátt í því að Buffalo tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þegar New England Patriots kemur í heimsókn.

Von er á köldu kvöldi í Buffalo í nótt þegar liðin mætast en í aðdraganda leiksins sagðist Allen vera með lélega blóðrás (e. bad circulation).

Í upphitun á ESPN mældi Scott með því að Allen myndi fá sér eina Viagra-töflu og þau vandræði væru úr sögunni.

Scott bætti við að fjölmargir fyrrum liðsfélagar hans hefðu tekið Viagra til að bæta þol og úthald innan vallar sem og annað íþróttafólk.