Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, birti skemmtilega mynd á Instagram-síðu sinni í gærkvöld eftir 5-0 sigur Íslands á Hvíta-Rússlandi þar sem hún smellti mynd af þeim sex leikmönnum Íslands sem eru um leið mæður.

Fjórar þeirra komu við sögu í gær en Sandra Sigurðardóttir og Ásta Eir Árnadóttir sátu á varamannabekknum í Belgrad í gærkvöld.

Þá þurfti Natasha Anasi, leikmaður Breiðabliks að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en hún var sjöunda móðirin sem var valin í upprunalega landsliðshópinn.

Þetta var fyrsti leikur landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að Sara eignaðist frumburð sinn á síðasta ári.

Sara hefur tekið þátt í auglýsingaherferð Puma sem minnir knattspyrnukonur á að þær geti elt drauminn um atvinnumannaferil í knattspyrnu samhliða því að stofna fjölskyldu.

mynd/Instagram-síða Ingibjargar