Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, segir að liðið muni ekki standa heiðursvörð fyrir Barcelona þegar liðin mætast um helgina.

Er venja að andstæðingar standi heiðursvörð í fyrsta leik eftir að deildarmeistaratitill vinnst en um helgina mætast erkifjendur Barcelona og Real Madrid á Nývangi.

Ramos var spurður út í þetta á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu.

„Þjálfarinn talaði um það og við breytum því ekki, við munum ekki standa heiðursvörð fyrir Barcelona um helgina.“