Félögin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla frá London og Liverpool geta bráðlega farið að taka á móti stuðningsmönnum á leikvanga sína á nýjan leik innan tíðar.

Áhorfendabann verður hins vegar áfram á völlum félaga á borð við Manchester City, Manchester United, Aston Villa, Newcastle og Leicester. Sömu sögu má segja af Burnley, Leeds, Sheffield United, West Brom og Wolves.

Þetta tilkynntu heilbrigðigðisyfirvöld á Bretlandi í dag en í tilkynningunni kom fram að einungis 2000 manns mega mæta á leikina þegar leikvangarnir verða opnaðir á nýjan leik. Þá munu strangar sóttvarnarreglur gilda fyrir þá stuðningsmenn sem mæta á leikina.

Tilslakanirnar taka gildi 1. desember næstkomandi og gilda þær í leikjum í öllum keppnum félaganna sem falla undir þau svæði sem mega taka við áhorfendum.

Fyrsti leikurinn þar sem ríkjandi meistarar, Liverpool, geta tekið á móti stuðningsmönnum sínum verður leikur liðsins gegn Wolves sem fram fer 5. desember næstkomandi. Þar munu leikmenn njóta þess að vera hvattir áfram í fyrsta skipti síðan í mars fyrr á þessu ári.

Stuðningsmönnum verður heimilt að mæta á nágrannaslag Tottenham og Arsenal, leik West Ham og Manchester United, Chelsea við Leeds og Brighton gegn Southampton sem spilaðir verða í næstu viku.