Saksóknari Vanessu Bryant, ekkju Kobe Bryant segir að menning kæruleysis ákveðinnar stéttar sé það sem leiddi til þess að lögreglumenn í Los Angeles sem og aðrir viðbragðsaðilar, sem störfuðu á vettvangi þyrluslyss sem körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant, dóttir hans og átta aðrir létu lífið í, tóku myndir af vettvangi. Meðal annars voru teknar myndiraf líkum á slysstað og deildu þeim til annarra.

Réttarhöld í máli sem Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant höfðar gegn embætti lögreglu og slökkviliðs í Los Angeles sýslu hófst í gær. Vanessa sakar viðbragðsaðila á vettvangi þyrluslyss, þar sem Kobe og Gianna Bryant létu lífið, um brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa tekið mynd af slysstað og dreift þeim áfram.

Luis Li, saksóknari í málinu segir myndirnar, sem dreift var áfram af lögreglumanni sem og yfirmanni innan slökkviliðsins í Los Angeles, hafi verið „sjónrænt slúður" sem hefði engan opinberan tilgang en saksóknari á vegum Los Angeles sýslu ver myndatökuna, segir hana vera mikilvægt tólk fyrir viðbragðsaðila til þess að miðla áfram upplýsingum á tímum sem þeir töldu að þeir gætu enn bjargað mannslífum.

Li lét þá spila myndband úr öryggismyndavél á bar fyrir kviðdóm í málinu þar sem sjá mátti lögreglumann á frívakt fá sér í glas á barnum drekka á bar og sýna barþjóninum myndirnar af vettvangi slyssins. Barþjónninn hafi hrist hausinn af skelfingu. Li sýndi síðan mynd af mönnunum hlæjandi saman stuttu síðar.

Hún lýsti síðan atviki þar sem slökkviliðsmenn sem höfðu horft saman á símamyndirnar tveimur vikum síðar við hátíðarkvöldverð og sýndi kviðdómendum síðan mynd sem sýndi dreifingu myndarinnar til nærri 30 manns myndrænt.

Í frétt The Guardian segir að Vanessa Bryant, sem var viðstödd í dómssal í dag hafi í nokkur skipti brotnað saman á meðan að lögfræðingur hennar flutti mál sitt.

Þann 26. janúar árið 2020 brotlenti þyrla í Calabasas í Kaliforníu. Allir farþegar þyrlunar létu lífið í slysinu og þar á meðal voru Kobe Bryant og Gianna Bryant sem var aðeins 13 ára gömul.

Kobe lék með Los Angeles Lakers allan sinn feril í NBA deildinni, hann varð fimm sinnum NBA-meistari með liði sínu. 

Hann var 12 sinnum valinn einn af bestu varnarmönnum NBA-deildarinnar, var kjörinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar vorið 2008 og tímabilin þar á eftir mikilvægaastur í úrslitakeppninni. Bryant sem hóf NBA feril sinn árið 1996 og lagði síðan skóna á hilluna árið 2016 er fjórði stigahæsti leikmaður í sögu deildarinnar.