Eyjamenn eru ekki sáttir við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann Stöðvar 2 sport. Gaupi, eins og hann er kallaður, lýsti leik Selfoss og Aftureldingar á Stöð 2 sport og sagði í umræðu um svokallað Júggabragð; „Eyjamenn eru klókir í þessu - þeir gera þetta mikið.“

Eyjafréttirgreina frá og í viðtali við miðilinn segir Kristinn Guðmundsson, annar af þjálfurum ÍBV, að hann sé fagmennskan á bakvið ummælin dæmi sig sjálf.

„Ég vil fyrst og fremst lýsa yfir vonbrigðum og hneykslun með þau ummæli sem Guðjón lét falla í leik Selfoss og Aftureldingar. Að halda því fram að leikmenn ÍBV taki kerfisbundið þátt í að framkalla eitt alvarlegasta brot handboltasögunnar, og það reglulega, eru stórar ásakanir! Ásakanir sem ég bíð eftir að Guðjón sanni með myndböndum, sem hann hlýtur að hafa afar gott aðgengi að,“ segir Kristinn. Hann vill fá svör við tveimur spurningum. Annars vegar;

Liggur eitthvað meira að baki þessarar fullyrðingar? og hinsvegar Er það skoðun stöð2 sport að ÍBV liðið eigi þessa umfjöllun skilið?

„Við erum alls ekki sáttir við að slík orðs séu látin falla um okkur í ÍBV. Þetta kastar rýrð á okkar vinnu, vegur að starfsheiðri þjálfara og persónum leikmanna. Við höfum farið fram á viðbrögð af hálfu HSÍ og mér þætti eðlilegt að Guðjón bæðist afsökunar á þessum ummælum á sama vettvangi og þau voru látin falla, segir Kristinn við Eyjafréttir.

Eyjamenn sverja af sér allar sakir um að nota Júggabragðið.