Yfirvöld í Sádi-Arabíu ákváðu að lýsa yfir þjóðarfrídegi á morgun til þess að íbúar landsins gætu fagnað sigri landsliðs Sádi-Arabíu á Argentínu á HM fyrr í dag.
Þetta var fjórði sigur Sádi Arabíu í lokakeppni HM frá upphafi og í fyrsta sinn sem Sádarnir vinna fyrsta leik sinn á mótinu.
From @TheAthleticFC: Saudi Arabia has given everyone in the country Wednesday off to celebrate the national team’s victory over Argentina. The win is arguably the biggest shock in World Cup history. https://t.co/J5CVnhoPiO
— The New York Times (@nytimes) November 22, 2022
Eins og fjallað var um á vef Fréttablaðsins fyrr í dag litu ein óvæntustu úrslit síðari ára á HM í knattspyrnu dagsins ljós í dag þegar Sádi-Arabar unnu 2-1 sigur á Argentínu.
Argentínumenn komust yfir í upphafi leiks og voru með mikla yfirburði framan af en í seinni hálfleik snerist taflið við og Sádi-Arabar gengu á lagið. Tvö mörk á stuttum tíma komu Sádunum yfir og náðu þeir að halda út þrátt fyrir þunga sókn Argentínumanna.