Það berast því miður ekki góðar fréttir frá Katar rúmum tveimur mánuðum áður en flautað verður til leiks á Heims­meistara­mótinu í knatt­spyrnu sem fer fram þar í landi. Fyrsta stóra próf­raunin á nýja Lusa­il leik­vanginum, sem hýsir úrslitaleik HM, var af­leit og veldur miklum á­hyggjum.

Úr­slita­leikur Al-Hilal og Zama­lek í Lusa­il ofur­bikarnum fór þar fram á föstu­daginn og yfir 78 þúsund á­horf­endur gerðu sér ferð á leik­vanginn. Reu­ters greinir frá því sem mætti í raun kalla hrylli­legar að­stæður sem sköpuðust bæði á meðan leik stóð sem og eftir hann.

Spilað er við mikinn hita í Katar og á föstu­daginn var hita­stigið um 34 gráður á celsíus á meðan að leikurinn fór fram. Þá hjálpaði það ekki til að leik­vangurinn varð vatns­laus þegar um 30 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá var ekkert vatn að finna í nær­um­hverfi leik­vangsins.

Á­horf­enda­met var slegið í Katar á föstu­daginn en það fellur í skuggann á því sem mætti segja að væri ó­full­nægjandi að­stæður í ríki sem ætlar sér að halda stærsta knatt­spyrnu­mót í heimi í nóvember og desember.

Frá Lusail leikvanginum
Fréttablaðið/GettyImages

Skipulagsleysið algjört

„Hleypið okkur í gegn! Við erum með börn," segir Reu­ters að hafi heyrst frá ör­væntinga­rfullum for­eldrum sem voru fastir í mann­þröng eftir leik þar sem sam­göngu­kerfin frá leik­vanginum virtust ekki ráða við alla þá 78 þúsund á­horf­endur sem voru á leið heim.

Lestar­stöð fyrir neðan­jarðar­lest til og frá leikvanginum er stað­sett um það bil 400 metra frá leik­vanginum sjálfum og segir Reu­ters að um tveggja og hálfs kíló­metra röð hafi myndast í hana eftir leik föstu­dagsins.

Lusail leikvangurinn hefur hlotið viðurnefnið Eyðimerkur demanturinn. Bílastæði eru staðsett töluvert frá leikvanginum sjálfum en boðið var upp á rútuferðir þaðan sem virtust engan vegin geta tekið á móti áhorfendafjöldanum. Margir hverjir ákváðu því að labba að leikvanginum, ganga sem hafi tekið um 45 mínútur í steikjandi hita.

Mohammed, faðir og knattspyrnuáhugamaður ákvað að fara með börnin sín á völlinn og hann lýsir skelfilegri reynslu sinni í viðtali við Doha News. „Ég þurfti að halda á syni mínum vegna þess að hann varð svo þreyttur á því að labba og þá þornaði hann mjög hratt upp."

Erfitt hafi verið að nálgast vatn á svæðinu og þá hafi starfsmenn á vegum leikvangsins yppt öxlum þegar leitað var eftir upplýsingum.

Ástandið hafi ekki batnað þegar komið var á leikvanginn þar sem erfitt hafi reynst að verða sér úti um eitthvað drykkjarhæft.

Fréttablaðið/GettyImages

Kælikerfið stóðst ekki prófraunina

Eslam er frá Egypta­landi en býr í Doha í Katar. Í sam­tali við Reu­ters segist hann ekki vilja sækja leiki á HM í Katar lengur en hann var í á­hor­f­endaskaranum sem sótti leik föstu­dagsins.

Birgjar, veitinga­menn, öryggis­starfs­menn og heil­brigðis­starfs­menn áttu í erfið­leikum með að komast á völlinn, sagði einn birgjanna við Reu­ters.

„Jafn­vel sumir sjúkra­bílar keyrðu um og reyndu að komast að því hvernig þeir áttu að komast inn í leikvanginn. Við fengum rangar leið­beiningar aftur og aftur og bíla­stæða­kortin sem við áttum voru fyrir lóðir sem voru ekki til,"

Þá hafi kæli­kerfi leik­vangsins, sem Katar hefur lýst sem full­komnasta sem til er, átt erfitt með að halda vellinum köldum. Þó má geta þess að raka­stig og hiti verða lægri þegar heims­meistara­mótið hefst.