Lyon bar sigurorð í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti í sögu félagsins en liðið burstaði Barcelona 4-1 í úrslitaleik keppninnar sem fram fór í Búdapest í dag.

Norski framherjinn Ada Hegerberg sem var valin besti leikmaður heims fyrir árið 2018 skoraði þrjú marka Lyon í leiknum en Dzsenifer Marozsan hafði áður komið franska liðinu á bragðið í leiknum.

Öll mörkin fjögur sem Lyon skoraði komu í fyrri hálfleik og það var ljóst allt frá upphafi leiksins hvoru megin sigurinn myndi lenda en yfirbyrðir Lyon voru mikilir í leiknum.

Nígeríski landsliðsframherjinn Asisat Lamina Oshoala lagaði stöðuna með sárabótarmarki fyrir Barcelona undir lok leiksins.

Lyon er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með titlana sína sex en þýska liðið Frankfurt kemur næst með fjóra Meistaradeildartitla.