Fótbolti

Lyon hagnaðist á sigri Atletico í gær

Með sigri Atletico Madrid á Marseille í úrslitum Evrópudeildarinnar í gær komst franska félagið Lyon í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Leikmenn Atletico fagna sigrinum í gær sem skaut Lyon í Meistaradeild Evrópu. Fréttablaðið/Getty

Með sigri Atletico Madrid á Marseille í úrslitum Evrópudeildarinnar í gær komst franska félagið Lyon í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Var það eina leið Marseille inn í Meistaradeildina en þeir þurftu að horfa á eftir Evrópudeildarbikarnum til Atletico eftir 3-0 sigur spænska félagsins.

Þar sem þeir voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári í spænsku deildarkeppninni var ljóst að sæti sigurvegara Evrópudeildarinnar færi annað.

Færi það til liðsins í 3. sæti í 5. sterkustu deild Evrópu samkvæmt nýjustu reglum UEFA en þar var Lyon einu stigi á undan Marseille og hreppti með því sæti í sterkustu keppni heims á næsta ári.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ungir Haukar koma saman og horfa á Söru Björk

Fótbolti

Iniesta semur við lið í Japan

Fótbolti

Aron Einar liggur undir feldi

Auglýsing

Nýjast

Enski boltinn

Liverpool leggur fram tilboð í Fekir á næstu dögum

NBA

LeBron sló met Bryants og Malones

Enski boltinn

Fred staðfestir viðræður við United

HM 2018 í Rússlandi

Nýja HM lagið: Lifðu lífinu

Golf

Birgir Leifur meðal efstu kylfinga í Tékklandi

NBA

Steph Curry hittir illa þegar leikurinn er undir

Auglýsing