Fótbolti

Lyon hagnaðist á sigri Atletico í gær

Með sigri Atletico Madrid á Marseille í úrslitum Evrópudeildarinnar í gær komst franska félagið Lyon í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Leikmenn Atletico fagna sigrinum í gær sem skaut Lyon í Meistaradeild Evrópu. Fréttablaðið/Getty

Með sigri Atletico Madrid á Marseille í úrslitum Evrópudeildarinnar í gær komst franska félagið Lyon í Meistaradeild Evrópu á næsta ári.

Var það eina leið Marseille inn í Meistaradeildina en þeir þurftu að horfa á eftir Evrópudeildarbikarnum til Atletico eftir 3-0 sigur spænska félagsins.

Þar sem þeir voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári í spænsku deildarkeppninni var ljóst að sæti sigurvegara Evrópudeildarinnar færi annað.

Færi það til liðsins í 3. sæti í 5. sterkustu deild Evrópu samkvæmt nýjustu reglum UEFA en þar var Lyon einu stigi á undan Marseille og hreppti með því sæti í sterkustu keppni heims á næsta ári.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bakayoko mættur í læknisskoðun hjá AC Milan

Fótbolti

Ronaldo fluttur á spítala í skyndi á Ibiza

Fótbolti

Ronaldo olli glundroða í sínum fyrsta leik

Auglýsing

Nýjast

„Fengum reglulega upplýsingar úr stúkunni“

Þrenna Pedersen afgreiddi Grindvíkinga

Már bætti eigið Íslandsmet á EM í Dublin

Viktor Örn hetja Blika í Víkinni

Kennie Chopart framlengir hjá KR

Þór/KA gæti mætt Söru eða Glódísi

Auglýsing