Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var borinn af velli vegna meiðsla í leik Burnley og Sheffield United sem fram fer í enska deildarbikarnum þessa stundina á Turf Moor.

Jóhann Berg var tæklaður harkalega og var hann með súrefnisgrímu fyrir vitum sér þegar hann yfirgaf völlinn á börum.

Hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli síðustu mánuðina en síðasta keppnistímabil var meiðslum hrjáð þar sem kantmaðurinn glímdi við kálfameiðsli lungann úr leiktíðinni.

Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti í lokakeppni Evrópumótsins á Laugardalsvellinum 8. október næstkomandi. Þessi meiðsli setja þátttökru Jóhanns Berg í þeim leik í hættu.