Handbolti

Lykilleikur fyrir FH-inga í Kaplakrika í kvöld

FH tekur á móti ÍBV í öðrum leik liðanan í úrslitaeinvígi liðanna í Olísdeild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. ÍBV hefur 1-0 forystu í einvígi liðanna eftir sigur í fyrsta leiknum í Vestmannaeyjum á laugardaginn var.

Ágúst Birgisson verður í eldlínunni inni á línunni hjá FH þegar liðið mætir ÍBV í kvöld. Fréttablaðið/Stefán

FH tekur á móti ÍBV í öðrum leik liðanan í úrslitaeinvígi liðanna í Olísdeild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld.

ÍBV hefur 1-0 forystu í einvígi liðanna eftir sigur í fyrsta leiknum í Vestmannaeyjum á laugardaginn var.

FH-ingar urðu fyrir áfalli þegar Ásbjörn Friðriksson þurfti að yfirgefa völlinn í upphafi fyrsta leiksins vegna kálfameiðsla. Óljóst er á þessari stundu hvort Ásbjörn verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir leikinn í kvöld.

ÍBV sem er ríkjandi deildar- og bikarmeistari getur stigið stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með sigri í leik liðanna í kvöld. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Guðjón Valur valinn leikmaður umferðarinnar

Handbolti

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Sport

„Draumur að rætast í Tékklandi þetta kvöld“

Auglýsing

Nýjast

Arsenal setti fjögur gegn Vorskla Poltava

Willian skoraði eina mark Chelsea í Grikklandi

Uxinn farinn að æfa með bolta á ný

Ólafía á einu höggi yfir pari á Spáni

Al­þjóða lyfja­eftir­litið af­léttir banni Rússa

Orku­drykkja­ein­vígið í Leipzig

Auglýsing