Íslenska landslið karla í körfuknattleik hefur verið valið fyrir leikina í seinni umferð forkeppninni að HM 2023 sem fram fer næstu daga í Svartfjallalandi. Hópurinn hélt af stað í gær sunnudag til Svartfjallalands. Flogið var til Danmerkur í gær og heldur hópurinn áfram nú á eftir áfram á áfangastað til Podgorica.

Leikir Íslands fara fram fimmtudaginn 12. ágúst og föstudaginn 13. ágúst í fyrri umferðinni og svo aftur mánudaginn og þriðjudaginn 16. og 17. ágúst. Allir leikirnir verða sýndir beint á RÚV og leiktími þeirra allra kl. 18:00 að íslenskum tíma.

FIBA hefur sett upp sóttvarnar „bubblu“ í Svartfjallalandi eins og liðið hefur tekið þátt í áður í síðastliðnum landsliðsgluggum og munu liðið því leika alla fjóra leiki sína gegn Svartfjallalandi og Danmörku í þessari lotu. Um er að ræða mjög mikilvæga leiki en tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í haust.

Craig Pedersen hefur valið eftirfarandi 14 manna hóp í leikina:

Davíð Arnar Ágústsson, Þór Þorlákshöfn · 2

Elvar Már Friðriksson, Telnet Giants Antwerp, Belgíu · 52

Hilmar Smári Henningsson, Stjarnan · 6

Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík · 88

Kári Jónsson, Basket Girona, Spánn · 18

Kristinn Pálsson, Grindavík · 19

Kristófer Acox, Valur · 40

Ólafur Ólafsson, Grindavík · 42

Ragnar Ágúst Nathanaelsson, Stjarnan · 51

Ragnar Örn Bragason, Þór Þorlákshöfn · 2

Sigtrygur Arnar Björnsson, Tindastóll · 16

Tryggvi Snær Hlinason, Zaragoza, Spánn · 43

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR · 11

Ægir Þór Steinarsson, Stjarnan · 66

Þjálfarar og starfsmenn liðsins:

Craig Pedersen · Þjálfari

Baldur Þór Ragnarsson · Aðstoðarþjálfari

Hjalti Þór Vilhjálmsson · Aðstoðarþjálfari

Valdimar Halldórsson · Sjúkraþjálfari

Hannes S. Jónsson · Fararstjóri

Kristinn Geir Pálsson · Liðsstjóri

Jón Bender · Sóttvarnarfulltrúi

Haukur Helgi Pálsson Briem og Styrmir Snær Þrastarson eru meiddir og geta ekki tekið þátt í verkefninu að þessu sinni.

Þá þurfti Martin Hermannsson að draga sig úr hópnum vegna skyldna við félagslið sitt á Spáni og Jón Axel Guðmundsson er í sumardeild NBA og gat ekki gefið kost á sér.