Enska knatt­spyrnu­goð­sögnin David Beck­ham hefur nú yfir­gefið lúxus í­búðina sem hann dvaldi í yfir tíma sinn í Katar í tengslum við Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu.

Hún leigist ekki út ó­dýrt.

Beck­ham var í erinda­gjörðum í Katar en hann er einn af sendi­herrum Heims­meistara­mótsins í knatt­spyrnu sem fer fram þar í landi þessa dagana.

Um­rædd lúxus íbúð sem hann dvaldi í er stað­sett á Mandarin Oriental hótelinu í Doha og kostar nóttin þar 20 þúsund pund eða því sem nemur tæpum 3,5 milljónum ís­lenskra króna.

Myndir úr í­búðinni má sjá hér fyrir neðan:

Mandarin Oriental hótelið
Mynd: Skjáskot
Mynd: Skjáskot
Mynd: Skjáskot