Fótbolti

Lukaku hetja Belga gegn Sviss

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Belga á Sviss í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á sama tíma mættust Króatía og England fyrir luktum dyrum í Króatíu þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli í bragðdaufum leik.

Belgar fagna fyrra marki Lukaku í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Belga á Sviss í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á sama tíma mættust Króatía og England fyrir luktum dyrum í Króatíu þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli í bragðdaufum leik.

Var þetta annar leikur Belga og Sviss í öðrum riðli A-deildarinnar eftir að bæði lið unnu Ísland í síðasta landsleikjahléi.

Romelu Lukaku hefur verið hreint út sagt óstöðvandi með belgíska landsliðinu undir stjórn Roberto Martinez og hélt það áfram. Kom hann Belgum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Mario Gavranovic virtist hafa bjargað stigi fyrir Sviss þegar hann jafnaði metin á 76. mínútu.

Lukaku var hinsvegar ekki hættur, hann skoraði annað mark sitt og annað mark Belga á 84. mínútu. Hans 28. mark í síðustu 27 leikjum fyrir Belgíu. 

Belgar eru því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en Ísland getur komist upp að hlið Sviss með sigri þegar liðin mætast á mánudaginn á Laugardalsvelli.

Á sama tíma skyldu England og Króatía jöfn í bragðdaufu markalausu jafntefli í Rijeka. Fengu Englendingar tækifæri til að hefna fyrir tapið í undanúrslitum á HM í sumar.

Englendingar komust nær því að skora en náðu ekki að brjóta ísinn. Jamie Vardy og Eric Dier áttu tilraunir í markstangirnar en náðu ekki að brjóta ísinn.

Í annarri deild vann Austurríki 1-0 sigur á heimavelli gegn Norður Írlandi á meðan Finnland og Grikkland unnu bæði 1-0 sigra í þriðju deild.

Þá vann Hvíta Rússland nauman sigur á Lúxemborg á heimavelli á sama tíma og Moldóva vann 2-0 sigur á San Marínó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ungur íslenskur þjálfari mun aðstoða Heimi

Fótbolti

Heimir staðfestur sem þjálfari Al Arabi

Fótbolti

Helgi gæti verið að taka við Liechtenstein

Auglýsing

Nýjast

Joe Gomez skrifar undir langan samning

Sameinast gegn notkun á ólöglegum efnum

Telur andleg veikindi aftra sér í leit að liði

Fjármálaráðherra mætir laskaður inn í vinnuvikuna

Chelsea tókst að temja Manchester City á Brúnni

Salah sýndi sitt rétta andlit

Auglýsing