Fótbolti

Lukaku hetja Belga gegn Sviss

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Belga á Sviss í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á sama tíma mættust Króatía og England fyrir luktum dyrum í Króatíu þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli í bragðdaufum leik.

Belgar fagna fyrra marki Lukaku í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Belga á Sviss í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, á sama tíma mættust Króatía og England fyrir luktum dyrum í Króatíu þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli í bragðdaufum leik.

Var þetta annar leikur Belga og Sviss í öðrum riðli A-deildarinnar eftir að bæði lið unnu Ísland í síðasta landsleikjahléi.

Romelu Lukaku hefur verið hreint út sagt óstöðvandi með belgíska landsliðinu undir stjórn Roberto Martinez og hélt það áfram. Kom hann Belgum yfir í upphafi seinni hálfleiks en Mario Gavranovic virtist hafa bjargað stigi fyrir Sviss þegar hann jafnaði metin á 76. mínútu.

Lukaku var hinsvegar ekki hættur, hann skoraði annað mark sitt og annað mark Belga á 84. mínútu. Hans 28. mark í síðustu 27 leikjum fyrir Belgíu. 

Belgar eru því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en Ísland getur komist upp að hlið Sviss með sigri þegar liðin mætast á mánudaginn á Laugardalsvelli.

Á sama tíma skyldu England og Króatía jöfn í bragðdaufu markalausu jafntefli í Rijeka. Fengu Englendingar tækifæri til að hefna fyrir tapið í undanúrslitum á HM í sumar.

Englendingar komust nær því að skora en náðu ekki að brjóta ísinn. Jamie Vardy og Eric Dier áttu tilraunir í markstangirnar en náðu ekki að brjóta ísinn.

Í annarri deild vann Austurríki 1-0 sigur á heimavelli gegn Norður Írlandi á meðan Finnland og Grikkland unnu bæði 1-0 sigra í þriðju deild.

Þá vann Hvíta Rússland nauman sigur á Lúxemborg á heimavelli á sama tíma og Moldóva vann 2-0 sigur á San Marínó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Rooney hetja í höfuðborginni

Fótbolti

Messi meiddist þegar Barcelona fór á toppinn

Fótbolti

Ronaldo náði merkum áfanga

Auglýsing

Nýjast

Guðmundur fylgir Pedro til Eyja

Hamilton þarf að bíða í viku í viðbót

Landsliðsþjálfari kynntur á eftir

„Umhverfi þar sem árangurs er krafist“

Sér alltaf nokkra leiki fram í tímann

Arftaki Alexanders fundinn?

Auglýsing