Fótbolti

Lýsir lífinu hjá Barcelona sem „helvíti“

Andre Gomes nýtur þess ekki að spila fyrir stærsta knattspyrnufélag heims en hann líkir því við helvíti að spila fyrir liðið þegar stuðningsmennirnir baula á hann og honum líður illa inn á vellinum.

Gomes ber upp boltann í leik hjá Barcelona. Fréttablaðið/Getty

Andre Gomes, portúgalski landsliðsmaðurinn, segist finna fyrir aukinni pressu hjá Barcelona en hann segir að honum líði oft eins og í helvíti þegar hans eigin aðdáendur baula á hann.

Gomes sem gekk til liðs við Barcelona frá Valencia í fyrra fyrir 35. milljónir evra hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Börsungum.

Stuðningsmenn Barcelona hafa verið duglegir að baula og blístra á hann en Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, kallaði eftir því að þetta myndi hætta eftir leik helgarinnar.

Viðurkenndi Gomes að hann væri búinn að missa ástríðuna fyrir fótbolta.

„Mér líður illa inn á vellinum og ég nýt þessi lengur. Fyrstu sex mánuðina var þetta fínt en eitthvað breyttist. Þetta hefur breyst í helvíti fyrir mig, ég finn fyrir aukinni pressu og mér líður illa á meðan leikjum stendur,“ sagði Gomes og bætti við:

„Svo þori ég varla út úr húsi ef það var baulað á mig, ég skammast mín fyrir það og reyni að bæla þetta niður. Ég hef ekki talað um þetta við aðra því ég skammast mín en liðsfélagarnir eru duglegir að hjálpa mér.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Arnór og Hörður báðir í úrvalsliði sjöttu umferðar

Fótbolti

Sarri tilbúinn að leyfa Cahill að fara frá Chelsea

Fótbolti

„Ekki í boði að spila neinn skítaleik“

Auglýsing

Nýjast

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Auglýsing