LPGA mótaröðin er búin að fresta tveimur mótum til viðbótar sem áttu að fara fram í Asíu undir lok mánaðarins af ótta við kórónaveiruna.

Á næstu vikum áttu að fara þrjú mót fram í Asíu en þess í stað er nú komið rúmlega mánaðarlangt hlé.

Það er því búið að fresta þremur mótum á LPGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heiminum í Asíu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Á dögunum var það tilkynnt að Blue Bay LPGA mótið sem átti að fara fram í Kína yrði fellt niður.