Írski kylf­ing­ur­inn Shane Lowry spilaði einkar vel á þriðja hring opna breska meistarmóts­ins í golfi karla sem haldið er á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi í dag.

Lowry hefur fjög­urra högga for­ystu fyr­ir loka­hring­inn sem leikinn á morg­un en hann lék þriðja hringinn á 63 högg­um eða átta högg­um und­ir pari vallarins. Það var einmitt skorið sem Írinn lék fyrstu tvo hringina á.

Hann fékk átta fugla og lék enga holu undir pari vallarins. Lowry hefur þar af leiðandi leikið hringina þrjá á 16. höggum undir pari. Lowry hefur aldrei unnið risamót en besti árangur hans þar er annað sætið á opna banda­ríska mót­inu árið 2016.

Tommy Fleetwood kemur þar á eftir á 12. höggum undir pari. J.B. Hol­mes sem var í jafnri stöðu og Lowry í toppsætinu eftir tvo hringi er svo í þriðja sæti á tíu högg­um und­ir pari.