Enski boltinn

Lovren missir af leik Liverpool um helgina

Það er ljóst að hvorki Dejan Lovren, Joel Matip né Joe Gomez ná næsta leik Liverpool gegn Brighton um helgina og þarf Jurgen Klopp því að finna miðvörð við hlið Virgil Van Dijk um helgina.

Lovren gengur meiddur af velli gegn Wolves á mánudaginn Fréttablaðið/Getty

Það er ljóst að hvorki Dejan Lovren, Joel Matip né Joe Gomez ná næsta leik Liverpool gegn Brighton um helgina og þarf Jurgen Klopp því að finna miðvörð við hlið Virgil Van Dijk um helgina.

Gomez og Matip meiddust báðir fyrir jól og mátti Liverpool því ekki við því að missa Lovren í meiðsli þegar sá króatíski fór meiddur af velli í bikarleiknum gegn Wolves.

Van Dijk var að glíma við smávægileg meiðsli og var fyrir vikið hvíldur gegn Wolves en ætti að koma aftur inn í liðið gegn Brighton á laugardaginn.

Klopp gæti neyðst til að færa Fabinho niður í miðvörðinn líkt og í leiknum gegn Wolves við hlið Fabinho eða kallað inn sextán ára unglinginn Ki-Jana Hoever sem lék stærstan hluta leiksins á mánudaginn.

Læknateymi Liverpool vonast til þess að Lovren og Matip verði aftur leikfærir eftir rúma viku þegar Liverpool mætir Crystal Palace en það er ljóst að þeir verða ekki með um helgina.

Biðin er lengri eftir Joe Gomez en Liverpool vonast til þess að hann verði klár í slaginn um mánaðarmótin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Enski boltinn

City með öruggan sigur á Huddersfield

Enski boltinn

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Meiðsl Arons „blóð­taka“ fyrir ís­lenska liðið

Ólíklegt að Aron og Arnór verði með á morgun

Auglýsing