Fótbolti

Lovren missir af leik Liverpool um helgina

Það er ljóst að hvorki Dejan Lovren, Joel Matip né Joe Gomez ná næsta leik Liverpool gegn Brighton um helgina og þarf Jurgen Klopp því að finna miðvörð við hlið Virgil Van Dijk um helgina.

Lovren gengur meiddur af velli gegn Wolves á mánudaginn Fréttablaðið/Getty

Það er ljóst að hvorki Dejan Lovren, Joel Matip né Joe Gomez ná næsta leik Liverpool gegn Brighton um helgina og þarf Jurgen Klopp því að finna miðvörð við hlið Virgil Van Dijk um helgina.

Gomez og Matip meiddust báðir fyrir jól og mátti Liverpool því ekki við því að missa Lovren í meiðsli þegar sá króatíski fór meiddur af velli í bikarleiknum gegn Wolves.

Van Dijk var að glíma við smávægileg meiðsli og var fyrir vikið hvíldur gegn Wolves en ætti að koma aftur inn í liðið gegn Brighton á laugardaginn.

Klopp gæti neyðst til að færa Fabinho niður í miðvörðinn líkt og í leiknum gegn Wolves við hlið Fabinho eða kallað inn sextán ára unglinginn Ki-Jana Hoever sem lék stærstan hluta leiksins á mánudaginn.

Læknateymi Liverpool vonast til þess að Lovren og Matip verði aftur leikfærir eftir rúma viku þegar Liverpool mætir Crystal Palace en það er ljóst að þeir verða ekki með um helgina.

Biðin er lengri eftir Joe Gomez en Liverpool vonast til þess að hann verði klár í slaginn um mánaðarmótin.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing