Sport

Lovren: Ég er einn besti varnarmaður í heimi

Dejan Lovren var mjög hátt uppi eftir sigur Króatíu á Englandi í undanúrslitum á HM í gær og var tíðrætt um eigið ágæti.

Lovren stöðvar Harry Kane, fyrirliða Englands. Fréttablaðið/Getty

Dejan Lovren, leikmaður Liverpool og króatíska landsliðsins, segist vera einn besti varnarmaður heims.

Lovren, sem hefur oft verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína, hefur leikið vel á HM í Rússlandi og átt stóran þátt í því að Króatía er komin í úrslit í fyrsta sinn. Hann hjálpaði Liverpool einnig að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor.

„Þetta er sérstakt fyrir mig. Fólk segir að ég hafi átt erfitt uppdráttar en ég er ekki sammála. Ég kom Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og núna erum við Króatar komnir í úrslit á HM,“ sagði Lovren eftir sigur Króatíu á Englandi í gær.

„Fólk ætti að viðurkenna mig sem einn af bestu varnarmönnum heims og hætta að bulla.“

Króatar mæta Frökkum á Luzhniki leikvanginum í úrslitaleik HM á sunnudaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Fótbolti

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Körfubolti

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

Auglýsing

Nýjast

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing