Það myndaðist löng röð fyrir utan Valshöllina í hádeginu þar sem að spenntir stuðningsmenn Vals reyndu að verða sér út um miða á oddaleik Vals og Tindastóls í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Það skýrist á miðvikudaginn hvort það verði Valur eða Tindastóll sem verður Íslandsmeistari í körfubolta karla.

Uppfært 14:08: Uppselt er á leikinn samkvæmt færslu sem birtist á Facebook síðu körfuknattleiksdeildar Vals

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Torgs, var á ferðinni í hádeginu og náði að fanga myndir af röðinni sem myndaðist fyrir utan Valsheimilið en Valsmenn tilkynntu fyrirkomulag miðasölunnar í morgun.

Um var að ræða miðasölu sem var eingöngu ætluð stuðningsmönnum Vals en miðasala stuðningsfólks Tindastóls er á ábyrgð forsvarsaðila Tindastóls.

Tindastóll náði að jafna seríuna og knýja fram oddaleik með ótrúlegum sigri í framlengdum leik í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi þar sem að sigurkarfan kom alveg í blálokin framlengingarinnar.

©Torg ehf / Valgardur Gislason
©Torg ehf / Valgardur Gislason
©Torg ehf / Valgardur Gislason