Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, segir að lokapróf hjá Öglu Maríu Albertsdóttur hafi komið í veg fyrir að hún kæmi með landsliðinu til Suður-Kóreu í apríl.

Ísland leikur gegn Suður-Kóreu í næsta landsleikjahléi í tveimur æfingarleikjum ytra.

Jón Þór Hauksson, þjálfari landsliðsins, kynnti landsliðshópinn í dag og gerir hann fimm breytingar frá Algarve-mótinu.

Agla María er ein þeirra sem detta út úr hópnum sem fór til Algarve  í æfingarmótið í síðasta mánuði.

„Því miður er það þannig að hún er ekki atvinnumaður og þarf því að sinna skyldum annarsstaðar. Agla er að fara í lokapróf 5. apríl í háskólanum og komst því ekki með liðinu til Suður-Kóreu.“