Búið er að ákveða hvar síðustu leikirnir í undankeppni HM 2022 fari fram en leikirnir fara fram á Ahmad Bin Ali vellinum í Doha í Katar.

Von er á rúmlega fjörutíu stiga hita á leikdögum enda sumarmánuðirnir heitasti tími ársins í Katar. Kælibúnaður á leikvanginum sér til þess að hitastigið innan vallar verður um 28 gráðu.

Það eru þrjú sæti eftir á HM sem fer fram í Katar í nóvember en eitt þeirra kemur í ljós í byrjun júní þegar lokaleikir umspilsins í Evrópu fara fram.

Leik Úkraínu og Skotlands var frestað eftir innrás Rússa í Úkraínu en sigurvegari þess einvígis mætir Wales í hreinum úrslitaleik um sæti á HM.

Leikirnir um seinni tvö sætin fara fram í Doha. Annarsvegar mætast Nýja-Sjáland og Kosta Ríka í hreinum úrslitaleik.

Í seinna umspilinu leika Sameinuðu arabísku furstadæmin og Ástralíu leik þar sem sigurvegarinn mætir svo Perú í leik upp á sæti á HM.