Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fengið samþykkt frá alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, þess efnis að loka tímabundið fyrir félagaskipti leikmanna félaga á meðan óvissutími vegna kórónaveirufaraldursins stendur yfir.

Eins og sakir standa hefur ekki verið ákveðið hvenær Íslandsmótin hefjast í meistaraflokki og yngri flokkum en stefnt er að því að gera það um miðjan júnímánuð næstkomandi. Þar til ákvörðun hefur verið tekin um dagsetningu á upphafi Íslandsmótsins verður ekki hægt að skipta um félag.

Yf­ir­lýs­ingu KSÍ í heild sinni má sjá hér að neðan: 

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sín­um fimmtu­dag­inn 16. apríl að óska eft­ir því við FIFA að fé­laga­skipta­tíma­bilið 22. fe­brú­ar til 15. maí 2020 verði sett á bið og lokað verði tíma­bundið fyr­ir fé­laga­skipti á meðan ekki ligg­ur fyr­ir hvenær móta­hald hefst. Opnað verði fyr­ir fé­laga­skipti aft­ur sam­kvæmt síðari ákvörðun svo fé­laga­skipta­tíma­bilið komi til með að þjóna til­gangi sín­um fyr­ir tíma­bilið 2020.

Með bréfi frá FIFA, dags. föstu­dag­inn 17. apríl 2020, var beiðni KSÍ um tíma­bundna lok­un fé­laga­skipta­glugg­ans samþykkt. Ger­ir það að verk­um að þær fjór­ar vik­ur (28 dag­ar) sem eft­ir voru af fé­laga­skipta­tíma­bil­inu 22. fe­brú­ar til 15. maí verður hægt að nýta þegar fyr­ir ligg­ur hvenær móta­hald hefst.

Frá og með föstu­deg­in­um 17. apríl 2020 er því lokað tíma­bundið fyr­ir fé­laga­skipti í öll­um ald­urs­flokk­um en opnað verður á ný sam­kvæmt síðari ákvörðun, sem til­kynnt verður síðar.