GSÍ tilkynnti í dag að öllum klúbbum á höfuðborgarsvæðinu yrði gert að loka völlum sínum tímabundið til að reyna að hindra frekari útbreiðslu COVID-19.

Tilmælin ná til golfvalla í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsdal og Kjalarnesi.

Vellirnir verða lokaðir næstu tíu daga eða til 19. október eða þar til ný tilmæli berast frá yfirvöldum.

Þá biður GSÍ kylfinga af höfuðborgarsvæðinu vinsamlegast um að vera ekki að fara á velli fyrir utan höfuðborgarsvæðið á meðan lokuninni stendur.