Henrique Otávio Oliveira Velozo, lögreglumaður í Brasilíu hefur gefið sig fram í tengslum við morð á áttfalda jiu-jitsu heimsmeistaranum Leandro Lo. Henrique er sakaður um að hafa skotið Leandro í höfuðið með skotvopni eftir rifrildi þeirra á milli í tónleikum í Sao Paulo um nýliðna helgi.

Frá þessu greinir vefsíðan MMA-fighting en Henrique var á frívakt þegar atvikið átti sér stað og er sagður hafa tekið flösku af áfengi af borðinu hjá Henrique sem var ekki sáttur með það.

Upp kom til mikils rifrilidis þeirra á milli og þurfti að stía þá í sundur. Henrique er þá sagðu hafa tekið nokkur skref aftur á bak áður en hann dró upp byssu og skaut Leandro í höfuðið.

Brasilíski vefmiðillinn UOL greindi frá því í gær að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem lögreglumaðurinn Henrique kemst í kast við lögin. Hann er sakaður um að hafa ráðist á samstarfsaðila sinn á næturklúbbi árið 2017.