Logi Geirsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta leggur fram fimm punkta í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter sem hann vill að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands taki til sín verði hann áfram landsliðsþjálfari.
Þetta gerir hann sem svar við spurningu sem hann segist hafa fengið fyrr í dag sem sneri að því hvað hann myndi vilja sjá breytast yrði Guðmundur áfram með íslenska landsliðið.
Strákarnir okkar féllu úr leik í milliriðlum á HM í handbolta sem stendur nú yfir og hafa í kjölfarið heyrst háværar raddir þess efnis að gerðar verði breytingar á núverandi þjálfarateymi landsliðsins.
Hins vegar hefur formaður Handknattleikssambands Íslands látið hafa það eftir sér í viðtali við RÚV að það sé ekki forgangsatriði hjá sambandinu á þessum tímapunkti að velta fyrir sér stöðu landsliðsþjálfarans.
Í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter leggur Logi fram fimm punkta sem hann segir að verði að breytast hjá Guðmundi verði hann áfram landsliðsþjálfari:
- Nota allt liðið
- Sýna vott af auðmýkt og ábyrgð
- Bregðast betur við inn í leiknum
- Hætta að tala liðið niður og hin upp
- Halda coolinu
Fékk spurningu áðan um að ef Gummi Gumm yrði áfram með liðið hvað myndi ég vilja sjá breytast?
— Logi Geirsson (@logigeirsson) January 26, 2023
Svarið var einfalt.
#1. Nota allt liðið.
#2. Sýna vott af auðmýkt og ábyrgð.
#3. Bregðast betur við inn í leiknum.
#4. Hætta að tala liðið niður og hin upp.
#5. Halda coolinu