Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur í körfubolta verður frá næstu vikurnar en hann er með skaddað liðband í hnéi eftir að hafa meiðst í leik Njarðvíkur og Vals á dögunum.

Óttast var í fyrstu að hinn fertugi Logi sem er uppalinn í Njarðvík og er fjórði leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi væri með slitið krossband.

Hann fór í myndatöku í gær þar sem það kom í ljós að liðbandið væri ekki slitið. Fyrir vikið verður hann frá í nokkrar vikur en ekki út tímabilið.

„Það sem ég óttaðist mest var að krossbandið væri slitið og tímabilið og hreinlega ferillinn í hættu. Þetta eru því í raun jákvæðar fréttir. Ég reyni að horfa á þetta jákvæðum augum og mér líður vel núna. Læknar sem skoðuðu myndirnar segja að fyrirbyggjandi æfingar sem ég geri daglega séu í raun að bjarga mér, sagði Logi í samtali við miðla Njarðvíkur.