Stefán Árni Pálsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og blaðamaður á Vísi var gestur í íþróttavikunni hjá Benna Bó á Hringbraut á föstudagskvöld. Með honum var Hörður Snævar Jónsson fréttastjóri íþrótta hjá miðlum Torgs.

Logi Geirsson steig fram fyrir skjöldu í vikunni og sagði tuð þjálfara í garð dómara í íslenskum handbolta væri orðið þreytt. Logi eyddi reyndar síðar færslu sinni.

Stefán Árni sér um Seinni Bylgjuna á Stöð2 Sport. „Þetta er viðvarandi vandamál í handboltanum og hefur verið í áratugi," sagði Stefán.

„Það má koma með sömu reglu og í körfuboltanum og negla tveimur mínútum á menn strax, þar nota menn tæknivilluna. Þetta er ekki hægt, það er lítil endurnýjun með dómara. Hver nennir að dæma í þessum aðstæðum.“

„Áhorfendur mega væla yfir dómaranum, hver nennir að vera með þjálfarana í sér allan tímann.“

Heimir Örn Árnason fyrrum dómari fékk nóg af tuði í fyrra og hafði Stefán sögu að segja. „Hann segir við Magga við að hann vilji skipta um vallarhelming, hann sagðist ekki geta hlustað á þjálfarann lengur. Þetta er hræðilegt umhverfi, mér finnst dómaratuð fyrir einhvern sem er að selja íþróttina leiðinlegt.“ 

Umræðan er hér að neðan.