Það var rífandi stemning í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn þegar Halldór Gylfason, leikari, og Jóhann Alfreð, uppistandari og dómari í Gettu Betur, fengu sér sæti.

Rætt var um Ofurskálina svokölluðu eða Superbowl en Halldór fylgist vel með NFL deildinni - sérstaklega þegar kemur að úrslitakeppninni. „Superbowl er svo stórt. Það er eitthvað svo gaman, þetta er svo stórt og svo mikið. Þetta er svo geggjað. Ég fer alveg all in. Bý til eðlu og er með vængi og drekk bjór og vaki og allt þetta.“

Jóhann býr í Mosfellsbæ en eins og frægt er stoppaði Patrick Mahomes þar í bæ þegar kærastan hans var að spila með Aftureldingu. Halldór spurði hvort það væri ekki verið að fara nefna götu eftir Mahomes? „Það er næsta skref. Stytta eða eitthvað. Maður var fljótur að heyra það þegar maður flutti að þetta væri bærinn þar sem Mahomes hefði alið upp mannin. ég held að maður komist ekki upp með neitt annað þarna í 270 að halda með Chiefs. Hann er líka frábær.“

Halldór sagði svo söguna af því þegar hann fór á Ölver til að horfa á Ofurskálina sem lögreglan leysti upp árið 2015. „Ég hef farið í partý í Hafnarfjörð til að horfa. Eyvindur Karlsson bauð mér tvisvar sem var gaman. Svo hef ég farið á Ölver. Einu sinni fór ég á Ölver til að horfa og löggann mætti klukkan eitt til að henda öllum út. Þá voru þeir Ölversmenn ekki með leyfi.“