Þrí­þrautar­konan Guð­laug Edda Hannes­dóttir mun ekki keppa á Meistara­móti Evrópu sem hefst síðar í vikunni eftir að hafa fengið slæma matar­eitrun. Frá þessu greinir Guð­laug í færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Guð­laug segist hafa fengið mjög slæma matar­eitrun, bakteríu­sýkingu í meltingar­færum.

,,Í síðustu viku var ég lögð með­vitundar­laus inn á spítala með 41 stiga hita og niður­gang (með blóði). Eftir að við náðum hitanum niður var ég send í rann­sóknir, og nú hefur verið stað­fest að ég fékk mjög slæma matar­eitrun," segir í færslu Guð­laugar á sam­fé­lags­miðlum.

Hún segist hafa legið inni á spítala í þrjá daga. ,,Síðan að ég kom heim hef ég verið að ná mér en það hefur ekki verið nóg til að koma til baka í fullar æfingar. Vegna þessa og fyrir mína eigin heilsu er ég til­neydd til þess að draga mig úr keppni á Evrópu­meistara­mótinu í Munich."

Vitan­lega er um að ræða mikið á­fall fyrir Guð­laugu. ,,Mér þykir svo leitt að ég get ekki verið í keppninni og keppt stolt fyrir Ís­lands hönd. Það er ekki oft sem þrí­þraut er sýnd í beinni í sjón­varpinu á Ís­landi og þetta var sú keppni sem ég hlakkaði til mest í ár."