Knattspyrnusamband Indónesíu mun setja á laggirnar starfshóp í samráði við FIFA hvernig megi bæta öryggi á knattspyrnuleikjum í landinu í kjölfarið af því 132 létust á leik í landinu á dögunum.

Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins kom til Indónesíu í dag til að funda með knattspyrnusambandinu um úrbætur í öryggismálum.

Með því verði tryggt að öryggisreglur í Indónesíu standist kröfur Alþjóðaknattspyrnusambandsins um öryggi á knattspyrnuleikjum.

Flestir af þeim 132 sem létust í Kanjuruhan létust úr köfnun eða áverkum eftir troðning eftir að lögreglan beitti táragasi til að stöðva óeirðir.

„Það var ákveðið að stofna starfshóp með starfsfólki knattspyrnusambandsins, fulltrúum FIFA og sérfræðingum í öryggi á knattspyrnuvöllum,“ sagði formaður knattspyrnusambands Indónesíu í samtali við fjölmiðla þar í landi.

Heimsmeistarakeppni drengja undir tvítugtfer fram í Indónesíu á næsta ári. Búið er að tilkynna að Kanjuruhan völlurinn gangi í gegnum endurnýjun lífdaga til að bæta öryggi á vellinum.