Lögreglan í Las Vegas hefur óskað eftir því að fá DNA úr Cristiano Ronaldo til að halda áfram rannsókn á nauðgun sem átti sér stað fyrir tíu árum síðan.

Þýski miðilinn Spiegel greindi fyrst frá málinu í haust þar sem gögn sem Þjóðverjarnir höfðu undir höndunum virtust staðfesta frásögn konunnar um nauðgun.

Samkvæmt þessum gögnum staðfesti Ronaldo að hún hafi beðið hann um að hætta og að hann hafi neytt hana til kynlífs en þegar þetta kom aftur fram í sviðsljósið ákvað lögreglan í Las Vegas að hefja rannsókn á ný.

Líkt og í öðrum rannsóknum um kynferðisbrot krefst lögreglan í Las Vegas að fá DNA-sýni frá Ronaldo og staðfesti lögmaður hans að Ronaldo myndi veita það. 

Að mati skjólstæðings hans hafi þetta farið fram með samþykki beggja aðila en hann hefur annars neitað að tjá sig um málið.

Á sínum tíma komst Ronaldo að samkomulagi um að greiða henni 375 þúsund dollara í skiptum fyrir að málið myndi hvorki rata í fjölmiðla né til vina og vandamanna hennar.