Það var stór og tilfinningarík stund hjá handboltamarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni í gær en þá tók hann afdrifaríka ákvörðun.

Björgvin Páll hefur í mörg ár skartað föngulegu axlarsíðu ljósu hári en þeir fengu að fjúka. Hann er með rakaðar hliðar og stutt að ofan sem kemur skemmtilega út.

Hann greinir frá þessu á facebook-síðu sinni þar sem hann segir nýjum kafla fylgja ný klipping og setur myndina sem sjá má hér að neðan með færslu sinni.

Björgvin leikur með danska liðinu Skjern en þar leikur hann undir stjórn Patreks Jóhannessonar og er samherji Selfyssingsins Elvars Arnar Jónssonar.