Dregið var í 16 liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu í dag. Átta viðureignir fara fram í 16 liða úrslitum karlamegin en hjá konunum var dregið í fjórar umferðir og fjögur lið sitja hjá og komast beint í 8 liða úrslit.

Eftirfarandi lið drógust saman í Geysisbikarkeppni karla:

Þór Þ. - Þór Ak.
Grindavík - KR
Vestri - Fjölnir
Stjarnan - Reynir S.
Tindastóll - Álftanes
Valur - Breiðablik
Sindri - Ármann
Njarðvík - Þór Ak. b eða Keflavík

Eftirfarandi lið drógust saman í Geysisbikarkeppni kvenna:

Njarðvík - Keflavík
Tindastóll - Haukar
Snæfell - Valur
Fjölnir - KR

Þessi fjögur lið sitja hjá og fara beint í 8 liða úrslitin:

Breiðablik
ÍR
Grindavík
Skallagrímur

Gert er ráð fyrir að leikir 16 liða úrslita Geysisbikarsins fari fram dagana 5.-7. desember samkvæmt núgildandi keppnisdagatali.