Evrópska handboltasambandið, EHF, hefur gefið út hvaða tíu lið eru komin með staðfest sæti í riðlakeppni Meist­ara­deild­ar Evrópu í handbolta karla á næsta keppnistímabili. Þrjú Íslendingalið eru á meðal þessarar tíu liða.

Barcelona með Aron Pálmarsson innanborðs, Kielce sem fær Hauk Þrastarson og Sigvalda Björn Guðjónsson til liðs við sig í sumar og Álaborg þar sem Arn­ór Atla­son hafa öðlast þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þýsku liðin Kiel og Flens­burg, franska liðið PSG, Za­greb frá Króa­tíu, Veszprém frá Ung­verjalandi, Var­d­ar Skopje frá Makedón­íu og Porto frá Portúgal eru einnig komin með sæti í riðlakeppninni.

Stefán Rafn Sigurmannsson og samherjar hans hjá ungverska liðinu Pick Sze­ged, Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í danska liðinu GOG og svissneska liðið Kadetten Schaff­hausen þar sem Aðal­steinn Eyjólfsson tók við stjórnartaumunum í sumar eiga möguleika á því að vera með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Þar fyrir utan berjast Mes­h­kov Brest frá Hvíta-Rússlandi, Dinamo Búk­araest frá Rúm­en­íu, Besiktas frá Tyrklandi, El­ver­um frá Nor­egi, Celje Lasko frá Slóven­íu, Motor Za­poroz­hye frá Úkraínu, Adem­ar León frá Spáni, Wisla Plock frá Póllandi, Nan­tes frá Frakklandi, Pelister frá Makedón­íu og Sport­ing frá Portúgal um að verða með í riðlakeppninni.