Liverpool og Manchester City mættust í árlegu uppgjöri Englandsmeistara og bikarmeistara frá síðasta tímabili um Samfélagsskjöldinn.

Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir með góðu skoti á 21. mínútu. Liðið leiddi verðskuldað í hálfleik.

Julian Alvarez, nýr leikmaður City, jafnaði fyrir liðið þegar tuttugu mínur lifðu leiks.

Tíu mínútum síðar fékk Liverpool vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Ruben Dias innan teigs. Mohamed Salah fór á punktinn og skoraði.

Darwin Nunez innsiglaði svo 3-1 sigur Liverpool í uppbótartíma með marki í sínum fyrsta keppnisleik fyrir félagið.

Liverpool vinnur því Samfélagsskjöldinn árið 2022.