Enski boltinn

Liverpool sótti þrjú stig á Wembley í dag

Liverpool er áfram með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Tottenham á útivelli í hádegisleiknum í enska boltanum en Tottenham hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.

Leikmenn Liverpool fagna marki Firmino sem reyndist vera sigurmark leiksins. Fréttablaðið/Getty

Liverpool er áfram með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Tottenham á útivelli í hádegisleiknum í enska boltanum en Tottenham hefur nú tapað tveimur leikjum í röð.

Var þetta fyrsti leikur ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé en gott gengi Liverpool heldur áfram.

Gini Wijnaldum kom gestunum yfir með skallamarki í fyrri hálfleik og bætti Roberto Firmino við marki á 54. mínútu leiksins.

Erik Lamela minnkaði muninn fyrir heimamenn á 93. mínútu en lengra komust þeir ekki. Tók Liverpool því stigin þrjú heim með sér.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

Arnór gæti þreytt frumraun sína

Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld

Tíu bestu erlendu leikmennirnir

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Auglýsing