Liverpool lagði Crystal Palace að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Selhurst Park í dag.

Sadio Mané kom Liverpool yfir í upphafi seinni hálfleik en Wilfried Zaha jafnaði metin fyrir heimamenn. Það var svo Roberto Firmino sem tryggði Liverpool sigurinn með marki sínu undir lok leiksins.

Liverpool trónir á toppi deildarinnar með 37 stig en liðið hefur átta stiga forskot á Leicesster City sem hafði betur 2-0 á móti Brighton.

Ayoze Pérez skoraði fyrra mark Leicester í þeim leik eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy sem innsiglaður liðsins með marki sínu úr vítaspyrnu. Vardy er markahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk.

Heitt undir Emery og Silva

Arsenal náði að kreista fram 2-2 jafntefli í leik sínum á móti Southampton þar sem Alexandra Lacazette bjargaði skoraði bæði mörk Skyttanna með jöfnnunarmarki á lokaandartökum leiksins.

Franski framherjinn skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum en Danny Ings og James Ward-Prowse sáu um markaskorunina fyrir Southampton. Arsenal er í sjöunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir þessi úrslit.

Unai Emery er ekki í miklum metum hjá þorra stuðningsmanna Arsenal og er hann líklega með væanan hiksta þessa stundina. Þetta er sjötti leikurinn í röð í öllum keppnum þar sem Arsenal mistekst að fara með sigur af hólmi.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Norwich City með tveimur mörkum gegn engu. Everton er í 15. sæti deildarinnar með 14 stig og stjórasætið Marco Silva ansi heitt.

Meiðslin enn að hrjá Johann Berg

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley vegna meiðsla þegar liðið vann sannfærandi 3-0 sigur í leik sínum við Watford sem vermir botnsæti deildarinnar. Burnley er í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig.

Wolves hefur einu stigi meira í sætinu fyrir ofan en Úlfarnri báru sigurorð 2-1 af Bournemouth. Joao Moutinho og Raul Jiménez skoruðu mörk Wolves en Steve Cook minnkaði muninn fyrir Bournemouth.

Bournemouth er í 11. sæti deildarinnar með 16 stig einu stigi á undan Brighton og Crystal Palace sem eru í sætunum þar fyrir neðan. Norwich með 10 stig, Southampton með stig og Watford með átta stig eru í fallsætunum eins og sakir standa.

Everton er í 13. sæti deildarinnar með 14 stig og er þar af leiðandi fjórum stigum frá fallsvæði deildarinnar. Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er stórleikur Manchester City og Chelsea sem hefst klukkan 17.30.