Liverpool skólinn á Íslandi fer fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ þann 4-6. júní og á Akureyri 7. – 9. Júní næstkomandi. Skólinn hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því hann var fyrst haldinn á Íslandi, árið 2010, en uppselt hefur verið öll skiptin.

Skólinn er fyrir stráka og stelpur á aldrinum 6–16 ára en kennt er frá kl 9.30 – 15 alla dagana skólans og innifalið í þátttökugjaldinu er ávaxta tími, heitur matur í hádeginu og þá fá allir bolta frá skólanum.

Kennt er eftir hugmyndafræðinni “the Liverpool way” hver Liverpool þjálfari ásamt íslenskum aðstoðarþjálfara hefur 16 börn í sínum hóp, þannig fá börnin persónulega kennslu.

Skólinn hefur fengið mikið lof foreldra og iðkenda í gegnum tíðina

Skráning í fullum gangi hér!

https://www.sportabler.com/shop/afturelding/liverpool

Mynd: Liverpool skólinn