Í nýjasta ársreikningi Liverpool kemur fram að félagið hagnaðist um 52 milljónir bandarískra dollara eða 6,6 milljarða íslenskra króna.

Reikningurinn tekur fyrir síðasta tímabil en tekjurnar sem Liverpool öðlaðist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eru ekki inn í reiknidæminu.

Stærsti munurinn liggur í auknum sjónvarpstekjum þar sem Liverpool fékk 261 milljónir punda eða 220 milljónum meira en árið áður.

Þá hagnaðist Liverpool vel af nýjum auglýsingasamningum og auknum tekjum á leikdögum.

Þrátt fyrir að hafa lagt út um 170 milljónir punda fyrir Alisson, Naby Keita, Fabinho og Xherdan Shaqiri og framlengt við ellefu leikmenn skilaði félagið hagnaði.

Auk þess setti félagið fimmtíu milljónir punda í framkvæmdir á nýju æfingasvæði félagsins sem kemur til með að opna í sumar.