United byrjaði leikinn ágætlega og fékk Bruno Fernandes dauðafæri í upphafi leiks en skaut framhjá. Eftir það var sviðið Liverpool og lærisveinar Jurgen Klopp létu til skara skríða.

Naby keita kom Liverpool yfir eftir fimm mínútna leik, vörn United var eins og gatasigti í markinu og það átti eftir að halda áfram.

Brot Pogba var mjög gróft.
Getty Images

Diogo Jota kom gestunum í 0-2 á 14 mínútu eftir mistök hjá Harry Maguire og Luke Shaw. Mohamed Salah bætti við tveimur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan 0-4 í hálfleik.

Salah bætti svo við fimmta markinu í upphafi síðari hálfleik og hans þriðja mark á Old Trafford staðreynd. Það var svo eftir klukkutíma leik sem Paul Pogba lét reka sig af velli. Pogba hafði komið inn af bekknum í hálfleik en ljótt brot hans á Naby Keita verðskuldaði rautt spjald.

Lokastaðan á Old Trafford 0-5 og ljóst að Solskjær þarf að óttast um starfið sitt. Liverpool er hins vegar á frábærum stað í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Chelsea.

Solskjær veit að starf hans er í hættu.
Getty Images