Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Deloitte um stærstu félög heims og fjárhag þeirra árið 2020.

Ensku meistararnir fengu 558,6 milljónir evra inn í kassann í fyrra og eru enn á eftir Manchester United sem fékk 580,4 milljónir. Börsungar eru í sérflokki í þessum lið með 715,1 milljónir í efsta sæti listans.

Árið 2019 var Liverpool með 605 milljónir evra í tekjur en útsendingatekjur lækkuðu um 23 prósent á milli ára. Að hluta til má rekja það til ákvörðunar ensku úrvalsdeildarinnar að hluti sjónvarpstekna myndu telja til ársins 2021.

Á sama tíma lækkuðu tekjur félagsins á leikdegi um 13 prósent en félagið er með áætlanir um að stækka Anfield enn frekar til að auka tekjuinnkomu á leikdögum þegar áhorfendabanni verður aflétt.

Tekjur á leikdegi og útsendingatekjur hafa því lækkað á Anfield en auglýsingasamningar hafa verið á stöðugri uppleið undanfarin fimm ár.