Liverpool sótti gull í greipar Southampton þegar liðin mættust í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. Mary's í dag. Lokatölur í leiknum urðu 2-1 fyrir Liverpool sem hefur þar af leiðandi haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni.

Eftir brösuga byrjun hjá Liverpool tóks Sadio Mané að koma liðinu yfir með glæsilegu marki undir lok fyrri hálfleiks. Mané sem var að leika gegn sínu fyrrverandi félagi skaut frá vítateigshotninu hanfaði í horninu fjær.

Það var svo Roberto Firmino tvöfaldaði forystu Liverpool-liðsins en Mané nýtti sér þá vandræðagang í vörn Southampton, kom boltanum á Firmino sem skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti.

Danny Ings sem var líkt og Mané að mæta sínum fyrrverandi félögum sem minnkaði muninn fyrir Southampton. Adrián gerði slæm mistök þegar hann ætlaði að spila boltanum frá marki sínu og Ings kom boltanum í netið.

Gylfi Þór spilaði allan leikinn í sigri

Everton lagði Watford að velli með einu marki gegn engu en það var Bernard sem skoraði sigurmark liðsins í leiknum eftir sendingu frá Lucas Digne. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn sem sókartengiliður fyrir Everton.

Everton hefur fjögur stig eftir tvær umferðir líkt og Brighton sem gerði 1-1 jafntefli við West Ham sem var að næla sér í sitt fyrsta stig á yfirstandandi leiktíð.

Javier Hernández kom West Ham yfir í leiknum en Leandro Trossard sá til þess að lærisveinar Graham Potter sem tók við liðinu í sumar fengu stig úr leiknum.

Teemu Pukki héldu engin bönd

Bournemouth hefur einnig fjögur stig eftir að liðið bar sigurorð af Aston Villa 2-1. Það voru Joshua King sem skoraði úr víti og Harry Wilson sem kom nýverið á láni frá Liverpool sem sáu um markaskorunina fyrir Bournemouth í leiknum.

Douglas Luiz kom Aston Villa inn í leikinn með marki sínu en lengra komust þeir ekki og nýliðarnir eru án stiga eftir tvo leiki.

Teemu Pukki skoraði öll þrjú mörk Norwich City sem vann sannfærandi 3-1 sigur á móti Newcastle United. Jonjo Shelvey skoraði svo sárabótarmark fyrir Newcastle United.

Pukki hefur þar með skorað öll fjögur mörk nýliðanna á keppnistímabilinu en finnski framherjinn skoraði mark liðsins í tapinu gegn Liverpool í fyrstu umferðinni. Steve Bruce á eftir að næla sér í stig sem knattspyrnustjóri Newcastle United.