Liverpool samdi í dag við Bayern um kaupverðið á spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara og greiðir enska félagið tæplega þrjátíu milljónir fyrir miðjumanninn.

Thiago hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar og fullyrtu þýskir fjölmiðlar að hann hafi kvatt liðsfélaga sína eftir lokaleik tímabilsins í von um að komast til Englands, þá helst til Liverpool.

Spænski miðjumaðurinn hefur verið í röðum Bayern í átta ár en á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Evrópumeistarana.

Liverpool fær Thiago því á góðu verði en Gini Wijnaldum gæti nýtt tækifærið og yfirgefið Liverpool. Börsungar hafa sýnt Wijnaldum áhuga þar sem Ronald Koeman er heitur fyrir Hollendingnum.