Ákveðið hefur verið að halda leikjadagskrá enska knattspyrnufélagsins Liverpool eins og hún var sett upp en hún gerir ráð fyrir tveimur leikjum á jafn mörgum dögum um miðjan desember.

Liverpool mun leika gegn Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í Birmingham þriðjudaginn 17. desember og svo í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða í Katar miðvikudaginn 18. desember.

Forráðamenn Liverpool höfðu uppi hugmyndir um að færa leikinn í enska deildarbikarnum en nú hefur verið tekin ákvörðun um að gera það ekki.

Þess í stað ætlar Liverpool að skipta leikmannahópi sínum í tvennt og fara með tvo mismunandi hópa í þessi verkefni.