Trent Alexander-Arnold ferðaðist ekki með Liverpool til Portúgal en liðið mætir þar Porto í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld.

Neco Williams, sem hefur verið fjarri góðu gamni vegna meiðsla undanfarið, er hins vegar í leikmannnahópi Liverpool fyrir leikinn. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gæti einnig stillt upp Joe Gomez eða James Milner í hægri bakvarðarstöðunni.

Harvey Elliott og Thiago Alcantara eru einnig á meiðslalistanum hjá Liverpool en Naby Keita er klár í slaginn eftir að hafa misst af 3-3 jafnteflinu gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi vegna meiðsla.

Þá er talið ansi líklegt að Lionel Messi hafi jafnað sig af þeim hnémeiðslum sem hafa verið að angra hann upp á síðkastið og verði leikfær þegar PSG fær Manchester City í heimsókn til Parísa.

Leikir kvöldsins í Meistaradeildinni eru eftirfarandi:

A-riðill

PSG - Manchester City, 19.00

RB Leipzig - Club Brugge, 19.00

B-riðill

Porto - Liverpool, 19.00

AC Milan - Atlético Madrid, 19.00

C-riðill

Ajax - Besiktas, 16.45

Borussia Dortmund - Sporting Lisbon, 19.00

D-riðill

Shaktar Donetks - Inter Milan, 16.45

Real Madrid - Sheriff, 19.00