Liverpool náði átta stig forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla með sannærandi 3-1 sigri sínum á móti Manchester City á Anfield í 12. umferð deildarinnar í dag.

Það voru Fabinho, Mohamed Salah og Sadio Mané sem komu Liverpool þremur mörkum yfir í leiknum áður en Bernardo Silva klóraði í bakkann fyrir gestina.

Þetta var áttunda deildarmarkið sem Mané skorar á yfirstandandi leiktíð og það sjöunda hjá Salah. Fabinho var hins vegar að opna markareikning sinn í deildinni í vetur.

Liverpool hefur 34 stig á toppi deildainnar eftir þennan sigur en liðið er átta stigum á undan Leicester City og Chelsea sem er jöfn að stigum í öðru til þriðja sæti. Manchester City er svo í fjórða sæti með 25 stig.